1. Home
  2. Kíkið á bókasafnið!

Kíkið á bókasafnið!

Nýtið sumarfríið og kíkið saman á bókasafnið. Starfsfólk bókasafnanna er ávallt boðið og búið að aðstoða börn og foreldra við að finna og velja bækur sem falla að áhugasviði þeirra. Það er frítt útlán á bókum fyrir börn! 

Hér fyrir neðan eru sjö tillögur sem þið getið notað til að hjálpa barninu af stað í sumarlestrinum.

  1. Heimsækið bókasafnið
    Skoðið úrvalið af bókum sem bókasafnið í hverfinu ykkar býður upp á. Leyfðu barninu að velja sér bók til að taka með heim.
    Mundu að börn geta fengið bókasafnsskírteini endurgjaldslaust.
  2. Lesið bók með stafróinu
    Hvað segir stafur barnsins? Hvað heitir hann? Hvernig skrifum við hann?
  3. Lesið draugasögu
    Farið undir teppi eða í svefnpoka með vasaljós og ef þið þorið...lesið draugasögu! 
  4. Búið til sögu saman
    Skrifið sögu um krókódíla, kastala og drauga (eða bara hvað sem er!) og lesið saman upphátt.
  5. Bækur um bestu vini
    Stingdu upp á því að barnið lesi með besta vini eða vinkonu. Eru til bækur um vináttu?
  6. Lesið bók um Ísland
    Lesið um fjöll, fjörur, hella og huldufólk. 
  7. Skoðið landakort af Íslandi
    Lesið saman heiti á þorpum og sveitarfélögum víðsvegar um landið.

Sæktu dagatal á íslenskuenglish eða polski.

skrifað 28. JúL. 2019.