1. Home
  2. Leitað til nemenda um hugmyndir að námsefni

Leitað til nemenda um hugmyndir að námsefni

Við gerð efnis í lestrarbókaflokkunum Heimur í hendi og Milli himins og jarðar var leitast við að höfða til áhugamála og hugðarefna nemenda á yngsta, mið- og unglingastigi. Umfjöllunarefnin voru ákveðin eftir samtöl við bókasafnskennara og skriflegar kannanir meðal nemenda þar sem þeir voru spurðir hvað þá langaði helst að fræðast og lesa um. 

Í bókunum er reynt að vekja forvitni nemenda á efninu og virkja áhuga þeirra til lestrar.

Bækurnar í flokknum Heimur í hendi henta nemendum á mið- og unglingastigi: 
Stöngin inn
Á ögurstundu
Hraðar – hærra – sterkar
Sitthvað á sveimi
Á flandri
Geimurinn (væntanleg til úgáfu 31. október)

Bækurnar í flokknum Milli himins og jarðar henta nemendum á yngsta stigi: 
Ánamaðkar
Hvalir
Tunglið
Köngulær
Hrafninn (væntanleg til útgáfu 31. október)

skrifað 01. OKT. 2018.