1. Home
  2. Markmiðssetning í lestri

Markmiðssetning í lestri

Vorið er komið og bráðum blasir við nemendum 11 vikna sumarfrí með blóm í haga og vonandi sæta, langa sumardaga. Það er gott og nauðsynlegt að hafa eitthvað fyrir stafni og hægt að setja sér hin margvíslegustu markmið.

Á Læsisvefnum má finna umfjöllum um markmiðssetningu í lestri sem getur hjálpað nemendum að slípa til ýmsa færni þegar nýja skólaárið nálgast en auðvitað vonum við að allir verði duglegir að lesa í allt sumar því lestur gerir mann snjallan!

skrifað 11. MAí. 2020.