Bókin, Alarm, er léttlestrarbók í dönsku fyrir unglingastig grunnskóla. Hún fjallar um vinkonurnar Clöru og Nönnu sem fara í verslunarferð sem hefur óvænt endalok.
Bókin getur vakið nemendur til umhugsunar um gildismat og hvaða afleiðingar rangar ákvarðanir geta haft.
Bókin er einnig aðgengilega á rafrænu formi og sem hljóðbók inni á læstu svæði kennara. Þá má einnig finna tillögur um hvernig vinna má með efni bókarinnar.