1. Home
  2. Nemendur hvattir til þátttöku í PISA með jákvæðu hugarfari

Nemendur hvattir til þátttöku í PISA með jákvæðu hugarfari

Á tímabilinu 12. mars til 13. apríl nk. verður PISA könnunin lögð fyrir í öllum grunnskólum landsins og munu um 4.000 íslenskir nemendur taka þátt að þessu sinni.

Í ár voru fengnir þekktir einstaklingar til að hvetja skóla, foreldra og nemendur til að nálgast þátttöku í PISA með jákvæðu hugarfari. Þetta eru eru þeir Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu og aðstoðarmaður hjá karlalandsliðinu í knattspyrnu og Jón Jónsson tónlistarmaður.

Við undirbúning fyrirlagnar PISA hér á landi hefur Menntamálastofnun átt gott samstarf við mennta- og menningarmálaráðuneytið, Kennarasamband Íslands, Heimili og skóla, Skólastjórafélag Íslands, Samband íslenskra sveitarfélaga og ungmennaráð stofnunarinnar. Standa þessir aðilar saman að kynningu á PISA.

Nánar um PISA:

PISA könnunin metur færni í lesskilningi, stærðfræði og náttúrufræði.  Einnig er könnuð færni á öðrum sviðum eins og samvinnu við þrautalausnir. Þá er reynt að líkja eftir viðfangsefnum sem glímt er við í daglegu lífi.  Nemendur fá ekki einkunn fyrir frammistöðu sína heldur svara könnuninni fyrir hönd Íslands

Á vef á vegum Menntamálastofnunar, www.pisa.is má finna allar frekari upplýsingar um PISA könnunina.

 

Nánari upplýsingar veitir:

Gunnhildur Steinarsdóttir

Kynningarstjóri Menntamálastofnunar

[email protected]

Sími: 514-7500

skrifað 06. MAR. 2018.