1. Home
  2. Ný Eurydice skýrsla - Kennsla í tungumálum minnihlutahópa

Ný Eurydice skýrsla - Kennsla í tungumálum minnihlutahópa

Í dag er evrópski tungumáladagurinn haldinn hátíðlegur (#europeandayoflanguages). Af því tilefni kemur út Eurydice-skýrslan: The Teaching of Regional or Minority Languages in Schools in Europe.

Í skýrslunni er dregin upp mynd af fjölbreytileika tungumála í Evrópu en rannsóknin tekur fyrst og fremst til ríkja í Evrópu þar sem tungumálaminnihlutar eru til staðar. Ýmsar skuldbindingar hvíla á ríkjum innan Evrópusambandsins um að tryggja minnihlutahópum í landinu ákveðin tungumálaréttindi og í skýrslunni má finna yfirlit yfir þau tungumál sem hafa hlotið skilgreininguna opinbert minnihlutatungumál.

Skoðað er hvaða tungumál þetta eru en einnig er fjallað um tungumál sem sérstaklega eiga undir högg að sækja. Skoðað er einnig hvort stefna er í gildi meðal ríkjanna um kennslu minnihlutatungumála. 

Skýrsluna í heild sinni má lesa hér.

skrifað 26. SEP. 2019.