1. Home
  2. Ný skýrsla um samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk

Ný skýrsla um samræmd könnunarpróf í 4. og 7. bekk

Yfir 99% skólastjórnenda sögðu fyrirlögn samræmdra könnunarprófa í 4. og 7. bekk hafa gengið vel. Færri símtöl bárust stofnuninni meðan á prófunum stóð en við fyrri fyrirlagnir. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Menntamálastofnunar um framkvæmd könnunarprófanna sem lögð voru fyrir í september 2019.

Í skýrslunni er greint frá framvindu fyrirlagna samræmdra könnunarprófanna. Fjallað er um inntak og prófagerð, breytingar á prófunum, kynningarprófin, kynningarmál, framkvæmd á prófdögum og mat lagt á hvað gekk vel og hvað betur mætti fara. Einnig er greint frá niðurstöðum könnunar sem Menntamálastofnun sendi öllum skólastjórum til að fá mat þeirra á því hvernig framkvæmdin gekk. 

Auk þess er stuttlega greint frá heildarniðurstöðum, þ.e. meðaltölum í íslensku og stærðfræði eftir landshlutum ásamt meðalstigafjölda eftir námsgreinum og námsþáttum og dreifingu einkunna. Nánari greining á heildarniðurstöðum könnunarprófanna má sjá í rafrænum upplýsingagrunni stofnunarinnar.

Menntamálastofnun þakkar nemendum, forráðamönnum og starfsfólki skóla fyrir gott samstarf í undirbúningi og fyrirlögn könnunarprófanna. 

skrifað 05. DES. 2019.