1. Home
  2. Nýir starfsmenn hjá Menntamálastofnun

Nýir starfsmenn hjá Menntamálastofnun

Katrín Friðriksdóttir hefur verið ráðin í stöðu sviðsstjóra miðlunarsviðs Menntamálastofnunar.
Hún hefur að undanförnu starfað sem deildarstjóri skóladeildar Garðabæjar. Katrín hefur um 20 ára reynslu sem grunnskólakennari, lengst af í Snælandsskóla í Kópavogi. Hún hefur einnig starfað sem stundakennari við Menntavísindasvið Háskóla Íslands og ritstýrt tímaritinu Uppeldi.
Katrín er með M.A. próf í uppeldis- og menntunarfræði og framhaldsmenntun í sérkennslufræði frá Háskóla Íslands auk B.Ed. prófs frá Kennaraháskóla Íslands.
Katrín mun hefja störf hjá Menntamálastofnun þann 1. ágúst nk.

 

Thelma Clausen Þórðardóttir hefur verið ráðin í stöðu lögfræðings Menntamálastofnunar.
Hún hefur frá árinu 2004 starfað hjá embætti ríkislögreglustjóra, síðustu átta árin sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.
Thelma hefur lokið meistaraprófi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og BA gráðu í lögfræði frá Université de René Descartes, Paris V í Frakklandi.
Thelma kemur til starfa hjá Menntamálastofnun þann 7. mars nk. 

 

skrifað 20. FEB. 2020.