Lesskilningsaferðin Hvað veistu um viðfangsefnið? er komin út á Læsisvefum.
Aðferðin er notuð til að vekja áhuga nemenda á viðfangsefni áður en það er lagt fyrir og kennir þeim að vera virkir leitendur upplýsinga og hugmynda við lestur á texta.
Aðferðin hentar vel við lestur á fræðitexta, t.d. í náttúru- og samfélagsfræðigreinum en einnig má styðjast við hana við lestur á skáldsögum þar sem fengist er við flókin samfélagsleg viðfangsefni svo dæmi séu tekin.