Nú stendur öllum nemendum til boða ókeypis aðgangur að vefnum Kvistir sem inniheldur stutt fræðslumyndbönd um líffræði, jarðfræði, eðlisfræði og landafræði. Myndböndin eru á ensku en með íslenskum texta.
Hægt er að nálgast myndböndin með því að smella hér.
Þar að auki hefur námsefnisframleiðandinn að baki þessum myndböndum gefið íslenskum námsmönnum tímabundinn aðgang að öllum sínum verkefnum, myndböndum og leikjum. Öll eru þau á ensku og bjóða flest upp á enskan texta.
Twig: Vefur ætlaður nemendum á aldrinum 11 til 16 ára. Margverðlaunaður vefur með yfir 1.700 myndböndum á ensku ásamt verkefnum. Efnið er á sviði eðlisfræði, efnafræði, líffræði, jarðfræði, stærðfræði, landafræði og tilrauna. Athugið að nemendur/kennarar þurfa fyrst að smella á þennan tengil til að skrá sig inn á síðuna, síðan geta þeir nálgast allt efnið á síðunni.
Við minnum á Fræðslugáttina þar sem má finna rafrænt námsefni Menntamálastofnunar, upplýsingar um efni á vegum RÚV og annað efni sem nýst getur skólasamfélaginu.