1. Home
  2. PISA: Talsverður munur milli landshluta

PISA: Talsverður munur milli landshluta

Í nýrri könnun PISA er frammistaða íslenskra nemenda talsvert misjöfn milli landshluta og nemendur í Reykjavík og nágrenni sig stóðu sig betur en nemendur í öðrum landshlutum á öllum sviðum PISA. 

Í PISA 2018 var sérstök áhersla lögð á lesskilning. Niðurstöður benda til þess að lesskilningur hafi dalað í öllum landshlutum síðastliðinn áratug, því frammistaða nemenda í PISA 2018 er marktækt lakari en í PISA 2009 þegar lesskilningur var síðast aðalsvið könnunarinnar.  Á Suðurnesjum, Vesturlandi og Norðurlandi eystra hrakaði frammistöðu í lesskilningi svo enn frekar milli síðustu könnunar (2015) og PISA 2018 en breyttist lítið í öðrum landshlutum. 

Á öðrum sviðum er myndin flóknari en þar ber hæst að nemendur í Reykjavík og á Suðurlandi bæta sig marktækt í læsi á stærðfræði frá því í síðustu könnun PISA og nemendur í Reykjavík einnig í læsi á náttúruvísindi.

Niðurstöður og þróun frammistöðu eftir landshlutum koma fram á myndum 2.12, 3.10 og 4.10 í skýrslu Menntamálastofnunar um niðurstöður PISA 2018.

skrifað 04. DES. 2019.