Menntamálastofnun býður kennurum sem eru áhugasamir um skriftarkennslu og ritun í tölvu til samráðsfundar fimmtudaginn 11. febrúar. Fundurinn verður frá kl.14:30-16:00 á Microsoft Teams eða Zoom.
Markmið fundarins er að fá sjónarmið starfandi grunnskólakennara á þessum þáttum ritunar og einnig upplýsingar um hvernig þessari kennslu er háttað í skólunum í dag. Innsýn kennara frá öllum stigum grunnskólans er mikilvæg.
Hlutverk Menntamálastofnunar er m.a. að sjá grunnskólanemendum fyrir fjölbreyttum og vönduðum námsgögnum, hafa eftirlit og meta árangur af skólastarfi og stofnunin hefur umsjón með ákveðnum þáttum varðandi eflingu læsis.
Þeir grunnskólakennarar sem hyggjast mæta á fundinn eru beðnir að skrá þátttöku á netfangið [email protected] fyrir föstudaginn 5. febrúar.