1. Home
  2. Snemmtæk íhlutun | Uppskeruhátíð í Fjarðabyggð

Snemmtæk íhlutun | Uppskeruhátíð í Fjarðabyggð

Uppskeruhátíð vegna þróunarverkefnisins Snemmtæk íhlutun með áherslu á málþroska og læsi leikskólabarna í Fjarðabyggð var haldin 10. júní.

Um var að ræða samstarfsverkefni Menntamálastofnunar og Fjarðabyggðar með þátttöku Ásthildar Bj. Snorradóttur, talmeinafræðings.

Verkefnið í Fjarðabyggð hófst í maí 2019 og var byggt á samstarfi Menntamálastofnunar og Ásthildar.  Það gekk út á að beita aðferðum Snemmtækrar íhlutunar til að hámarka árangur allra barna hvað varðar málþroska og læsi.

Lokaafurð leikskólanna í Fjarðabyggð er handbók sem unnin var á tímabilinu og byggð fyrir fram skilgreindum ramma. Hver og einn leikskóli markar sína sérstöðu í sinni handbók.

Við þökkum Fjarðabyggð og þeim sem komu að verkefninu, ásamt Ásthildi, fyrir sérlega gott samstarf.

Áætlað er að setja efni tengt verkefninu inn á vef Menntamálstofnunar þannig að leikskólar geti verið sjálfbærir við að innleiða verkefnið í sinn skóla á komandi misserum. Mun það verða auglýst síðar.

skrifað 11. JúN. 2020.