Óásættanlegt er hversu mörg börn þurfa að skipta um skóla til að komast út úr neikvæðu hegðunarmynstri eins og einelti. Allur gangur er á því hversu vandaðar og árangursríkar eineltisáætlanir grunnskólanna eru. Umræðan um þessi mál er oft þannig að þeir sem sýna óæskilega hegðun eru gerendavæddir í stað þess að þeir þurfi aðstoð við að leiðrétta hegðun sína. Þetta segir Sigríður Lára Haraldsdóttir, formaður Fagráðs eineltismála í viðtali við mbl.is 27. október.
Hlutverk fagráðsins er að veita skólasamfélaginu stuðning vegna eineltismála með almennri ráðgjöf, leiðbeiningum og upplýsingagjöf.