1. Home
  2. Stafakönnun metur stöðu stafaþekkingar nemenda

Stafakönnun metur stöðu stafaþekkingar nemenda

Menntamálastofnun hefur nú gefið út stafakönnun til að auðvelda kennurum að meta stöðu stafaþekkingar nemenda sinna á fyrstu stigum lestrarnáms í leik- og grunnskóla. Með því að gera könnun á heiti, hljóðum og rithætti stafa fást gagnlegar upplýsingar um stafaþekkingu nemenda en sjálfvirk og örugg stafaþekking er lykill að farsælu lestrarnámi til framtíðar.

Þar sem mörg börn í leikskólum hafa náð ágætis færni í þessum þáttum þá er leikskólakennurum frjálst að leggja þessa könnun fyrir sín börn óski þeir þess.

Er það von Menntamálastofnunar að stafakönnunin nýtist kennurum vel í starfi til að mæta nemendum þar sem þeir eru staddir.

Stafakönnun er hér

 

skrifað 28. FEB. 2018.