1. Home
  2. Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis kynntar

Tilnefningar til Viðurkenningar Hagþenkis kynntar

Ásdís Lovísa Grétarsdóttir og Erna Jessen eru meðal þeirra höfunda sem fengu tilnefningu til Viðurkenningar Hagþenkis 2020 sem kynntar voru miðvikudaginn 10. febrúar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Viðurkenningin verður veitt við hátíðlega athöfn um miðjan mars. Tilnefninguna fengu þær fyrir námsefni í dönsku á grunnskólastigi, gefið út af Menntamálastofnun og Námsgagnastofnun. Rökstuðningur fyrir tilnefningunni er:

Heildstætt og vandað námsefni í dönsku. Metnaðarfullt og fjölbreytt höfundarverk þar sem margra ára samstarf tveggja reynslumikilla kennara nýtur sín.

Námsefnið tekur mið af aðalnámskrá grunnskóla og fléttar saman alla færniþætti með fjölbreyttum textum og verkefnum. Texti og myndir spila stórt hlutverk í námsefninu. Myndunum er ætlað að vekja áhuga og forvitni, virkja bakgrunnsþekkingu á efninu og styðja efnislega við textann.

Kjarnaefni samanstendur af nemendabók, hljóðbók, verkefnabókum, hlustunaræfingum, skapandi verkefnum á vef, kennsluleiðbeiningum og lausnum á læstu svæði kennara. Bækurnar eru auk þess á rafbókarformi og því hægt að nálgast þær sem og annað fylgiefni á vef Menntamálastofnunar.

Start

Start leikjavefur

Smart

Tak

Dejlige Danmark

Tænk+

Smil

Ekko

Annað efni sem Ásdís og Erna hafa gefið út á vegum Menntamálastofnunar er kjarnaefnið Tænk og vefurinn Lyt og se en það er ekki aðgengilegt lengur.

Við óskum Ásdísi Lovísu og Ernu til hamingju með tilnefninguna og þökkum þeim gott samstarf við gerð námsefnis í dönsku.

skrifað 11. FEB. 2021.