Bókin Ísland - veröld til að njóta er að verða búin á lager og verður ekki endurprentuð. Þeir sem vilja tryggja sér eintak eru hvattir til að panta það hér á vef Menntamálastofnunar.
Vinnubók sem fylgir með bókinni verður áfram fáanleg eða til 31. desember 2022.
Bókin er aðallega ætluð til kennslu í landafræði á miðstigi grunnskóla. Hún skiptist í 11 kafla þar sem fjalla er m.a. um kort, innviði jarðar, jarðsögu Íslands, umhverfi og auðlindir og landshluta Íslands, Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðuland eystra, Austfirði, Suðurland, Suðurnes, höfuðborgarsvæðið og hálendið.
Við lestur þessarar bókar er nauðsynlegt að styðjast við Kortabók Menntamálastofnunar.