Í dag, 6. nóvember, er útgáfudagur Menntamálastofnunar að hausti en þá kynnum við nýjustu útgáfu námsefnis.
Að þessu sinni koma út fjölmargir titlar í íslensku á yngsta, mið- og unglingastigi, stærðfræði á yngsta stigi, dönsku og myndmennt. Í samfélagsgreinum kemur út bókin Grænu skrefin sem ætlað er að skerpa skynjun nemdna á umhverfinu og þjálfa þá í að greina eigin ástæður. Kennsluleiðbeiningar fylgja bókinni sem er þýdd úr ensku.
Hér má sjá yfirlit yfir ný útkomið námsefni.
Opið hús verður í Víkurhvarfi frá kl. 15:00 til 17:00 þar sem gestum gefst tækifæri til að glugga í nýútgefið námsefni, spjalla við ritstjóra, höfunda og myndskreyta.
Starfsfólk Menntamálastofnunar vonast til að sjá sem flesta.