Nýr Læsisvefur Menntamálastofnunar inniheldur verkfæri og bjargir sem nýtast kennurum við að vinna úr niðurstöðum Lesferils og til að gera lestrarkennslu fjölbreytta og skemmtilega á öllum stigum grunnskólans.
Þegar vafrað er um vefinn má finna áhugaverð verkefni og aðferðir sem nota má í lestrarkennslu með heilum bekk, í litlum hópum eða til einstaklingsþjálfunar.
Við hvetjum alla til að kynna sér efni vefsins og prófa nokkrar aðferðir í lestrarkennslunni!
Fjarfundur með kynningu á vefnum verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar kl. 15:15. Áhugasamir sendi tilkynningu um þátttöku á netfangið [email protected].