1. Home
  2. Vakin er athygli á kennsluleiðbeiningum við Stærðfræðispæjara 1

Vakin er athygli á kennsluleiðbeiningum við Stærðfræðispæjara 1

Leiðbeiningarnar spila stórt hlutverk þegar námsefnið er notað í kennslu. Í kennsluleiðbeiningum fyrir Stærðfræðispæjara 1 er bent á leiðir til þess að mæta áherslum aðalnámskrár um þjálfun almennra viðmiða um stærðfræðilega hæfni, það er að geta spurt og svarað með stærðfræði, að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar og vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar.

Uppbygging allra kafla í kennsluleiðbeiningum er eins og eru á þessa leið:

UM KAFLANN – Örstutt umfjöllun um kaflann og tengingu við aðalnámskrá.

ÁÐUR EN GAMANIÐ HEFST – Megin hugtök kaflans kynnt og útskýringar á þeim. Fjallað er um leiðir sem hægt er að fara til að kynna ný viðfangsefni kaflans fyrir nemendum svo að þeir fái upplýsingar um hvað sé í vændum. 

BLAÐSÍÐUR – Fyrir hverja blaðsíðu eða opnu eru fjölmargar hugmyndir að leiðum við:

  • Innlögn og kveikjur.
  • Þjálfun nemenda og þess efnis sem lagt er inn áður en nemendur fara í sjálfstæða vinnu.
  • Vinnu nemenda, verkefni kynnt, verkefni við spæjarabók, verkefni við af borði á gólf.
  • Meira og fleira. Tillögur að verkefnum sem unnin eru á fjölbreyttan máta, notast við leiðir til að kafa dýpra í viðfangsefnin, samþætting við aðrar námsgreinar og tenging við lykilhæfni.
skrifað 25. FEB. 2020.