1. Home
  2. Viðurkenning á faglegri menntun og hæfni

Viðurkenning á faglegri menntun og hæfni

Þann 1. janúar 2018 var Menntamálastofnun, með vísan í 3. gr. laga nr. 26/2010, falið hlutverk samræmingaraðila fyrir Íslands hönd vegna tilskipunar 2005/36/EB / (EN) um viðurkenningu á faglegri menntun og hæfni.

Um verkefni samræmingaraðila fer samkvæmt 56. gr. tilskipunarinnar:

  • að stuðla að samræmdri beitingu ákvæða tilskipunar þessarar,
  • að safna saman öllum upplýsingum sem skipta máli við beitingu þessarar tilskipunar, t.d. varðandi skilyrði fyrir aðgangi að lögverndaðri starfsgrein í aðildarríkjunum

Auk hlutverks samræmingaraðila var Menntamálastofnun einnig falið að vera upplýsinga- og þjónustumiðstöð samkvæmt 57. gr. tilskipunarinnar:

  • að sjá ríkisborgurum og upplýsinga- og þjónustumiðstöðvum hinna aðildarríkjanna fyrir nauðsynlegum upplýsingum varðandi viðurkenningu á faglegri menntun og hæfi sem kveðið er á um í þessari tilskipun, t.d. upplýsingum varðandi landslög um starfsgreinarnar og iðkun þeirra, þ.m.t. félagsmálalöggjöf og, þar sem við á, siðareglur,
  • að aðstoða ríkisborgara við að nýta sér þau réttindi sem þessi tilskipun veitir þeim, ef við á í samstarfi við aðrar upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar og lögbær yfirvöld gistiaðildarríkisins.

Umsjón með verkefninu fyrir hönd Menntamálastofnunar hefur Steingrímur A Jónsson.

 

skrifað 05. MAR. 2018.