1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Fjallkonan

Fjallkonan

  • Author
  • Ljósop í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands og Minjastofnunar Íslands
  • Media
  • Sunna Sigurðardóttir
  • Product id
  • 45154
  • Age level
  • Miðstig
  • Unglingastig
  • Release date
  • 2013
  • Nr. of pages
  • 19 mín.

Sumarið 2004 voru vélstjórarnir Ágúst Borgþórsson og Unnar Sveinlaugsson frá Seyðisfirði á ferð um Vestdalsheiði.  Þá fundu þeir nælur í urð við læk ekki langt frá Vestdalsvatni. Í framhaldi af því var staðurinn rannsakaður og fundust þá líkamsleifar konu sem taldar eru vera frá tíundu öld. Hjá henni mátti finna 600 perlur og fimm stóra og heillega skartgripi. Í myndinni er fjallað um þennan merka fund og rannsóknir fornleifafræðinga á svæðinu. Hildur Gestsdóttir og Guðný Zoëga skoða beinin og segja frá gripunum sem fundust.

Fundurinn reyndist einstakur. Aldrei áður hafa leifar svo skartklæddrar konu frá víkingaöld fundist á víðavangi. Hver var þessi kona? Hvert var hún að fara og af hverju var hún ein á ferð á fjöllum? Reynt er að svara þessum spurningum í myndinni. Þá er fundurinn settur í samhengi við sambærilegan fund í Noregi. 

Fræðslumyndir Menntamálastofnunar eru aðeins til niðurhlaðs fyrir grunnskóla. Nauðsynlegt er að IP – tölur skóla séu skráðar hjá stofnuninni.



Your ip address doesn't seem to be registered.

If you believe that is in error, please, call us at 514-7500 or use the "Was the material on this page useful?" form below to inform us about it (and be sure to leave your contact info).



Other products that might interest you