1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Flökkuskinna - rafbók

Flökkuskinna - rafbók

Open product
  • Author
  • Edda Pétursdóttir og Þórdís Gísladóttir
  • Narration
  • Hildigunnur Þráinsdóttir og Ólafur Egill Egilsson
  • Media
  • Ýmsir
  • Product id
  • 40026
  • Age level
  • Miðstig
  • Release date
  • 2014
  • Nr. of pages
  • 112 bls.

Flökkuskinna er fyrsta bókin úr röð bóka sem eru einkum ætlaðar fyrir miðstig grunnskóla.

Gagnvirk rafbók sem hægt er að fletta á netinu, hlusta, stækka og minnka stafi og hlaða bókinni niður. (Hún vistast sem pdf-skjal)

Við val á textum og efni í bókina var fyrst og fremst haft í huga að efnistök væru fjölbreytt og næðu að fanga áhuga sem allra flestra nemenda.Textarnir eru úr ýmsum áttum og skrifaðir af rithöfundum, ljóðskáldum, blaðamönnum eða fræðimönnum.

Bókin skiptist í sex kafla þar sem hver kafli hefur ákveðið þema. Gert er ráð fyrir að kennarar velji þá kafla eða hluta úr köflum, viðfangsefni og verkefni sem henta hverju sinni. Námsefnið miðar að því að ná til allra grunnþátta í Aðalnámskrá grunnskóla frá 2011. Við val á textum og verkefnum voru hæfniviðmið fyrir miðstig grunnskólans í íslensku höfð að leiðarljósi samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla greinasviði í íslensku frá 2013.

Flökkuskinna auðveldar vonandi  kennurum að skapa námsumhverfi þar sem nemendum gefst tækifæri á að skoða, leita, leika og skapa með tungumálið sem verkfæri. Við vonum að efni bókarinnar nái að auka áhuga nemenda á lestri og auki tækifæri og vilja þeirra til að afla sér víðtæks fróðleiks. Textar jafnt sem verkefni verða vonandi uppspretta frjórrar umræðu, rökræðna, alhliða tjáningar og sköpunar.

ISBN 978-9979-0-1927-5


Other products that might interest you