1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Númi stendur í ströngu – Smábók

Númi stendur í ströngu – Smábók

  • Author
  • Jón Guðmundsson
  • Media
  • Halldór Baldursson
  • Product id
  • 7052
  • Age level
  • Yngsta stig
  • Release date
  • 2011
  • Nr. of pages
  • 24 bls.

Smábókunum er skipt í fimm þyngdarflokka og er Númi í þeim fimmta. Orðaval í bókinni tekur ekki alfarið mið af því að hún er ætluð byrjendum í lestri. Því er mikilvægt að kennarar og foreldrar styðji vel við lesandann eða lesi jafnvel fyrir hann á köflum. 

Núma leiddist í sumarbústaðnum með afa. En svo færist heldur betur fjör í leikinn og Númi þarf að láta hendur standa fram úr ermum. 

Bókin er í senn bók til lestrarþjálfunar og til að minna á mikilvæg atriði í tengslum við slysavarnir á heimilum s.s. viðbrögð við brunasárum, öryggi í tengslum við heita potta, sjúkrakassa og eldvarnir. Bókin er gefin út í samstarfi við Slysavarnarfélagið Landsbjörg sem kostaði gerð mynda og texta.

Númi stendur í ströngu er skreytt litríkum og fjörlegum myndum sem styðja vel við textann.


Other products that might interest you