1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Ofbeldi gegn börnum (rafbók)

Ofbeldi gegn börnum (rafbók)

Open product

Í þessari rafrænu handbók er fjallað um ofbeldi sem sum börn verða fyrir. Markmiðið með útgáfunni er að upplýsa kennara og annað starfsfólk skóla um einkenni og áhrif ofbeldis á börn og að vekja athygli á forvörnum, inngripi og úrræðum sem eru til staðar til að tryggja sem best velferð nemenda. Aftast í bókinni er yfirlit yfir náms- og fræðsluefni.  Bókin var fyrst gefin út árið 2014 að tilstuðlan Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum í samstarfi við Menntamálastofnun. 
Rafræn útgáfa bókarinnar var endurskoðuð og uppfærð af höfundum í samstarfi við Menntamálastofnun árið 2022 í framhaldi af ályktun alþingis árið 2020 um að fela forsætisráðherra, mennta- og menningarmálaráðherra, félags- og barnamálaráðherra og heilbrigðisráðherra að koma á skipulögðum forvörnum gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni. Forvarnirnar ættu að vera samþættar kennslu og skólastarfi á öllum skólastigum og einnig eiga sér stað á frístundaheimilum og félagsmiðstöðvum, í íþrótta- og æskulýðsstarfi og öðru tómstundastarfi.  Bók þessi er gott verkfæri í vinnu starfsfólks skóla í þessum málaflokki.


Other products that might interest you