1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Völusteinn

Völusteinn

  • Author
  • Ragnheiður Gestsdóttir
  • Media
  • Anna Cynthia Leplar
  • Product id
  • 6100
  • Age level
  • Miðstig
  • Release date
  • 2007
  • Nr. of pages
  • 87 bls.

Völusteinn er bók til að lesa saman og spjalla um. Hún er sjálfstætt framhald á bókunum Sögusteinn og Ósksteinn sem hafa átt vinsældum að fagna meðal nemenda og kennara. Bókin skiptist í þrjá aðalkafla sem hver um sig inniheldur fjölbreytt efni.

Á framandi slóðum: Hvað eiga Róbinson Krúsó, Vesturfararnir á 19. öldinni og íslenskir útilegumenn sameiginlegt? Allir þurftu þeir að takast á við nýjar og framandi aðstæður. Það er forvitnilegt að setja sig í spor þeirra og ef til vill getum við lært eitthvað af þeim.

Í dulargervi: Það getur verið skemmtilegt að þykjast vera einhver annar en maður er. Stundum er meira að segja nauðsynlegt að bregða sér í dulagervi. Tíminn líður: Væri ekki gaman að eiga tímavél og geta ferðast bæði fram og aftur í tíma? Slík ferðalög eru þó kannski ekki alveg hættulaus eins og Teitur tímaflakkari veit. Kannski er líka hægt að ferðast um tímann án þess að nota tímavél.


Other products that might interest you