1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Brennu-Njáls saga I - rafbók

Brennu-Njáls saga I - rafbók

Open product
  • Author
  • Endursögn: Brynhildur Þórarinsdóttir
  • Media
  • Halldór Baldursson
  • Product id
  • 40124
  • Age level
  • Framhaldsskóli
  • Unglingastig
  • Release date
  • 2017
  • Nr. of pages
  • 63

Fyrri hluti Njálu í endursögn fyrir skóla. 
Brennu-Njáls saga er í flokki bóka sem eru endursagnir á þekktum skáldsögum. Þetta er fyrri hluti sögunnar. Hver saga er 55 bls. auk viðauka þar sem farið er í bakgrunn sögunnar, Það sem sleppt er í endursögninni og ábendingar um bækur, vefsíður eða kvikmyndir sem tengjast sögunni. Einnig eru nokkrar pælingar sem gott væri að hafa í huga við lestur sögunnar.

Njála er án efa vinsælasta og þekktasta Íslendingasagan. Persónur hennar eru litríkar og stórhuga og atburðarrásin spennandi og dramatísk. Í þessum fyrri hluta sögunnar er Hallgerður langbrók og Gunnar á Hlíðarenda í aðalhlutverkum. Hér koma þjófsaugu, kinnhestur, slitinn bogstrengur og hárlokkur við sögu í einum eftirminnilegasta bardaga Íslendingasagnanna.


Other products that might interest you