Lög og reglur

Fagráð eineltismála í grunn- og framhaldsskólum starfar á grundvelli 4. mgr. 30. gr. laga um grunnskóla nr. 91/2008 og 6. mgr. 33. gr. b laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 með síðari breytingum, lög um br. á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, og lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008 (fagráð eineltismála), nr. 102/2021. Hlutverk þess hefur verið útfært nánar í 7. gr. reglugerðar  um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í grunnskólum  nr. 1040/2011 og 5 mgr. 9. gr. reglugerðar um ábyrgð og skyldur skólasamfélagsins í framhaldsskólum nr. 326/2016.  Fagráðið starfar skv. verklagsreglum um starfsemi fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum nr. 30/2019 sem mennta- og menningarmálaráðherra staðfesti þann 4.1.2019. 

Verklagsreglur og lagastoð fagráðsins

Lög um framhaldsskóla nr. 92/2008

Lög um grunnskóla nr. 91/2008

Lög um breytingu á lögum um grunnskóla, nr. 91/2008, og lögum um framhaldsskóla, nr. 92/2008 (fagráð eineltismála) nr. 102/2021

Verklagsreglur  um starfsemi fagráðs eineltismála í grunn- og framhaldsskólum nr. 30/2019

Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélagsins í framhaldsskólum nr. 326/2016

Reglugerð um ábyrgð og skyldur aðila skólasamfélags í grunnskólum nr. 1040/2011

Barnalög nr. 76/2003

Lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins nr. 19/2013  - Sjá einnig vefinn barnasattmali.is

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018

Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um persónuvernd og tilskipunar um persónuvernd hjá löggæsluyfirvöldum nr. 2016/679