1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Listin að lesa og skrifa - Vinnubók 2 (rafbók)

Listin að lesa og skrifa - Vinnubók 2 (rafbók)

Open product
  • Author
  • Arnheiður Borg og Rannveig Löve
  • Media
  • Brian Pilkington
  • Product id
  • 40194
  • Age level
  • Yngsta stig
  • Release date
  • 2018
  • Nr. of pages
  • 32

Í þessari vinnubók eru kenndir bókstafirnir ú, m, u, v, e, o, n, og æ auk orðmyndanna sagðiég og . Bókin var endurútgefin árið 2017 og er nú með hjálparlínum og tengikrókum.

Vinnubókin er hluti af lestrarkennsluefninu Listin að lesa og skrifa sem er fyrst og fremst byggt á hljóðaaðferð. Efnið skiptist í fjórar vinnubækur, lestrarbækur, örbækur, lesspil, kennsluleiðbeiningar o.fl. Í hverri vinnubók eru kenndir átta hljóð/bókstafir. Sama aðferð og sömu vinnubrögð eru viðhöfð í hvert sinn sem nýtt hljóð er kennt og þjálfað. Hver vinnubók hefur mismunandi lit sem einnig er notaður í titla lestrarbókanna sem fylgja henni. Vinnubók 2 fylgja lestrarbækurnar Mús í móa, Á róló, Lesum og málum, Í vali, Eva og Valur, Moli, Rósa er lasin og Í síma. Lestrarkennsluefnið Listin að lesa og skrifa er einkum ætlað nemendum sem þarfnast hægrar og kerfisbundinnar innlagnar á hljóðum og bókstöfum og markvissrar þjálfunar í tengingu hljóða til að ná valdi á lestrartækninni. Lögð er áhersla á hæga stígandi.


Other products that might interest you