1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Árásin á Goðafoss DVD

Árásin á Goðafoss DVD

  • Author
  • Jón Ársæll Þórðarson og Þór Whitehead unnu handritið.
  • Narration
  • Þulur á íslensku: Jón Ársæll Þórðarsson. Þulur á ensku: Terry Gunnell.
  • Product id
  • 42631
  • Age level
  • Unglingastig
  • Release date
  • 2010

Heimildamynd um Goðafoss, sem sökkt var af þýskum kafbáti við Ísland árið 1944. Með skipinu fórust 42 menn, konur og börn.
Hægt að velja um tal á íslensku eða ensku. Leyfð öllum aldurshópum.

Í nóvember 1944 var skip Eimskipafélagsins, Goðafoss, að koma til Íslands í skipalest bandamanna. Þegar skipið kom fyrir Garðskaga skaut þýski kafbáturinn U-300, tundurskeyti í Goðafoss sem sökk á nokkrum mínútum. Með skipinu fórust 42 menn, konur og börn og var þetta mesta manntjón sem Íslendingar urðu fyrir í seinni heimsstyrjöldinni.

Í myndinni fylgjumst við með farþegum og skipverjum á Goðafossi á leið þeirra frá New York til Skotlands og þaðan til Íslands. Þá kynnumst við einnig skipverjum á U-300 sem gerður var út frá Noregi. Bretar og Bandaríkjamenn höfðu þegar hér var komið við sögu hrakið þýsku kafbátana af siglingaleiðum í Atlantshafi og því leyndist kafbáturinn fyrir innan allar varnir bandamanna á Íslandi. Þó fjöldi manna hafi séð árásina á Goðafoss úr landi hefur ekki enn tekist að finna flak skipsins - þrátt fyrir mikla leit. 

Björn Brynjúlfur Björnsson er leikstjóri. Guðmundur Bjartmarsson stjórnaði kvikmyndatöku.
Klipping: Björn Brynjúlfur Björnsson
Tónlist: Tryggvi M. Baldvinsson
Aðalframleiðandi: Björn Brynjúlfur Björnsson, Jón Ársæll Þórðarson