Táknin spæjarabók og af borði á gólf eru á víð og dreif í nemendabókinni. Þau vísa í verkefni sem tengjast efninu sem nemendur vinna annaðhvort í spæjarabókina sína eða þá verkefni sem ekki þarf að vinna í bók við borð heldur hvar sem er t.d. á gólfi, í gluggakistu eða á gangi, einstaklingslega, í paravinnu eða hópavinnu.
Verkefnin nýtast einstaklega vel til þess að þjálfa markmið aðalnámskrár um almenn viðmið stærðfræðilegrar hæfni þ.e. að geta spurt og svarað með stærðfræði, að kunna að fara með tungumál og verkfæri stærðfræðinnar og vinnubrögð og beiting stærðfræðinnar ásamt því að þjálfa nemendur í lykilhæfni.
Í kennsluleiðbeiningum eru hugmyndir að verkefnum fyrir nemendur til að leysa þegar komið er að táknunum.