Að lesa og skrifa list er góð mælti einhver. Læsi felur ekki aðeins í sér lestur heldur einnig ritun sem verður að fá jafnmikið vægi í lestrarkennslu og lestur!
Á Læsisvefnum er að finna margar aðferðir sem kennarar geta notað í ritunarkennslu sinni og viljum við sérstaklega benda á Ritunarsmiðjur sem er einfalt og gott skipulag fyrir nemendur sem eru ekki vanir að skrifa.
Við mælum líka með skrifum Rannveigar Oddsdóttur, lektors við Háskólann á Akureyri, en hún skrifar um þróun ritunar sem líka má finna á Læsisvefnum.