1. Home
  2. Um okkur
  3. Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Menntamálastofnunar

Jafnréttisáætlun þessi tekur til allrar starfsemi Menntamálastofnunar sbr. 4. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020. Áætlunin kveður á um markið og aðgerðir sem ætlað er að tryggja starfsfólki þau réttindi sem kveðið er á um í 6., 12.-14. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 150/2020 og lög um bann við mismunun á vinnumarkaði nr. 86/2018.

Stefna

Allt starfsfólk Menntamálastofnunar skal njóta jafnra tækifæra og réttinda. Kynbundin mismunun er óheimil í hvaða formi sem hún birtist. Hjá stofnuninni skal ríkja launajafnrétti, gæta skal jafnræðis við ráðningar í laus störf sem og þegar teknar eru ákvarðanir um starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun starfsfólks.

Starfsfólki Menntamálastofnunar skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu, óháð kyni og njóta sveigjanleika til að sinna fjölskyldum sínum.

Kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni er ekki undir neinum kringumstæðum liðin hjá stofnuninni.

Menntamálastofnun skal í starfsemi sinni gæta að kynjasamþættingu. Sérstaklega skal gætt að því að kynjum sé ekki mismunað við gerð kennslu- og námsgagna. Tölfræðilegar upplýsingar á vegum stofnunarinnar skulu vera kyngreindar eftir því sem við á.

Markmið

Markmið Menntamálastofnunar er að vera eftirsóknarverður vinnustaður þar sem jafnrétti og jafnræði er virt í hvívetna og unnið markvisst að því að jafna stöðu kynjanna, koma í veg fyrir hvers kyns mismunun og tryggja að framlag hvers og eins sé metið að verðleikum án tillits til kyns, aldurs og annarra ómálefnalegra þátta sbr. lög nr. 86/2018 og lög nr. 150/2020.

Ábyrgð á framkvæmd og eftirfylgni

Sviðstjórar bera ábyrgð á að jafnréttismarkmiðum og áætlun stofnunarinnar sé framfylgt á þeirra sviði. Mannauðsstjóri fylgir eftir jafnréttismarkmiðum og áætlun Menntamálastofnunar.

Mannauðsstjóri skal hafa forgöngu um endurskoðun stefnunnar á þriggja ára fresti, sbr. 1. mgr. 5. gr. jafnréttislaga.

6 . gr. Launajafnrétti

Jafnlaunastefna Menntamálastofnunar nær til alls starfsfólks stofnunarinnar og tekur mið af Jafnlaunastaðli ÍST85, 6. gr. laga nr. 150/2020 ásamt viðeigandi lögum, reglugerðum og stofnanasamningum. Ákvarðanir launa og annarra hlunninda skulu byggðar á málefnalegum forsendum þar sem jafnræðis er gætt og tekið er mið af verðmæti starfa.

Stefna Menntamálastofnunar er að allt starfsfólk, óháð kyni, njóti jafnra launa og sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf þannig að enginn ómálefnalegur launamunur sé til staðar.

Forstjóri er ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis Menntamálastofnunar sem felur í sér skuldbindingu um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð í samræmi við kröfur Jafnlaunastaðals.

Mannauðsstjóri er tilnefndur ábyrgðaraðili jafnlaunakerfis Menntamálastofnunar, því fylgir ábyrgð á að fylgja eftir starfrækslu og upplýsingamiðlun varðandi frammistöðu gagnvart markmiðum.

Starfsfólki Menntamálastofnunar er ávallt heimilt að skýra frá launakjörum sínum ef það kýs og er yfirmanni eða öðrum sem koma að ákvörðun launa óheimilt að óska trúnaðar starfsfólks um launakjör þess.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Eftirfylgni

Að konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í Þjóðskrá fái jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf

Framkvæma launagreiningu og greina laun og hlunnindi starfsfólks til að kanna hvort um kynbundinn launamun er að ræða.

Forstjóri og fjármálastjóri

Maí ár hvert.

Mannauðsstjóri fylgir því eftir að samanburður sé gerður árlega og niðurstöður árlegrar launagreiningar kynntar starfsfólki.

 

Ef fram kemur óútskýranlegur munur á launum karla, kvenna eða fólki með hlutlausa skráningu kyns í Þjóðskrá þarf forstjóri að upplýsa hvernig hann hyggst leiðrétta hann.

Forstjóri /stjórnendur

   
 

Starfsfólk fái kynningu á jafnlaunaviðmiðum og niðurstöðu árlegrar jafnlaunagreiningar.

Mannauðsstjóri/fjármálastjóri

Lokið í maí ár hvert.

Leiði launagreining í ljós kynbundinn launamun skal forstjóri taka ákvörðun um hvernig hann skuli leiðréttur.

 

Jafnlaunavottun – innleiðing og starfsræksla á jafnlaunastaðli.

Forstjóri/mannauðsstjóri

Vinna hafin, 1. stig frumvottunar lokið. Áætluð lok 2. stigs vottunar í maí 2020.

Stofnunin hljóti jafnlaunavottun.

12. gr. Laus störf

Öll störf hjá Menntamálastofnun skal auglýsa og skulu jafnréttissjónarmið metin til jafns við önnur mikilvæg sjónarmið við stöðuveitingar. Starf sem laust er til umsóknar skal standa opið jafnt konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá, sbr. þó 2. mgr. 16. gr. Hvetja skal einstaklinga óháð kyni til að sækja um auglýst störf og í ráðningarviðtölum skal þess gætt að sambærilegar spurningar séu lagðar fyrir einstaklinga óháð kyni eða öðrum ómálefnalegum forsendum. Standi val á milli tveggja jafnhæfra einstaklinga sem sækja um auglýsta stöðu gengur sá að öðru jöfnu fyrir við ráðningu sem er af því kyni sem er í minnihluta í slíkum störfum á vinnustaðnum eða í viðkomandi starfseiningu.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Eftirfylgni

Að laus störf hjá Menntamálastofnun standi opin öllum kynjum.

Samantekt á kynjahlutföllum í öllum starfshópum.

Mannauðsstjóri

Lokið í mars ár hvert.

Mannauðs-stjóri tekur saman upplýsingar árlega yfir kynjahlutföll vegna starfa og starfshópa og tekur saman kyngreindar upplýsingar vegna umsækjenda um laus störf og ráðninga.

Að jafna kynjahlutföll í hópi starfsfólks.

Samantekt yfir auglýst störf, umsækjendur og ráðningar.

 

Lokið í mars ár hvert.

 
 

Öll kyn hvött til að sækja um laus störf.

 

Alltaf þegar starf er auglýst laust til umsóknar.

 

Við tilfærslur í störfum eða tímabundnar afleysingar skal einnig gætt sérstaklega að jöfnum rétti kynjanna. Þess skal gætt við úthlutun verkefna og tækifæra til að axla ábyrgð, sem og þegar um framgang eða tilfærslu í störfum er að ræða, að einstaklingum sé ekki mismunað vegna kyns. Sama gildir um starfs- eða vinnuhópa sem starfsfólk er skipað í.

12. gr. Starfsþjálfun, endurmenntun og símenntun

Allt starfsfólk Menntamálastofnunar skal njóta sömu möguleika til starfsþjálfunar, endurmenntunar og símenntunar og til að sækja námskeið sem haldin eru til að auka hæfni í starfi eða til undirbúnings öðrum störfum. Ákvarðanir um úthlutun námsleyfa skulu byggjast á málefnalegum forsendum og jafnréttis gætt. Þá skal þess gætt að mismuna ekki starfsfólki eftir kyni við úthlutun verkefna, við tilfærslu í starfi, við að axla ábyrgð eða við önnur tækifæri sem almenn starfsþróun býður upp á.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Eftirfylgni

Að tryggja að konur, karlar og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá njóti sömu möguleika til starfsþjálfunar, endurmenntunar og símenntunar

Árleg greining á sókn kvenna, karla og fólks með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá í sambærilegum störfum í endurmenntunarnámskeið og í starfsþjálfun.

Mannauðsstjóri/sviðsstjórar

Lokið í maí ár hvert.

Mannauðsstjóri og sviðsstjórar taka saman upplýsingar árlega og fylgir því eftir að brugðist sé við ef halla þykir á annað hvort kyn eða fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá.

 

Leiðrétta ef fram kemur óútskýranlegur munur á sókn kvenna,karla og fólk með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá í endurmenntun og starfsþjálfun.

     

13. gr. Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs

Starfsfólki Menntamálastofnunar skal gert kleift að samræma starfsskyldur sínar og skyldur gagnvart fjölskyldu, óháð kyni með sveigjanlegum vinnutíma, hlutastörfum eða annarri vinnuhagræðingu, eftir því sem við verður komið og þörf er á. Leitast er við að taka tillit til einstaklingsbundinna aðstæðna starfsfólks eftir því sem unnt er og gera skal ráð fyrir að starfsfólk óháð kyni njóti sveigjanleika til að sinna fjölskyldum sínum.

Óheimilt er að láta fæðingar- og foreldraorlof, eða aðrar aðstæður tengdar meðgöngu og barnsburði, hafa neikvæð áhrif á ákvarðanir um framgang í starfi, endurmenntun, uppsögn eða vinnuaðstæður. Leitast er við að koma til móts við óskir starfsfólks um tímabundið hlutastarf vegna endurkomu úr barnseignar- eða veikindaleyfi og einnig sem leið til að draga úr vinnu í aðdraganda starfsloka og lífeyristöku. Þá ber að leitast við að halda yfirvinnu starfsfólks innan eðlilegra marka.

Óheimilt er að segja einstaklingi upp störfum eingöngu vegna fjölskylduábyrgðar sem hann ber. Með fjölskylduábyrgð er átt við skyldur starfsfólks gagnvart börnum, maka eða nánum skyldmennum sem búa á heimili hans og greinilega þarfnast umönnunar hans eða forsjár, svo sem vegna veikinda eða fötlunar.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Eftirfylgni

Samræming fjölskyldu- og atvinnulífs.

Kynna kerfi sveigjanlegs vinnutíma tengt styttingu vinnuvikunnar og stefnu stofnunarinnar hvað varðar styttingu vinnuvikunnar.

Forstjóri.

Lokið í október 2020.

Forstjóri hefur samtal við starfsfólk um styttingu vinnuvikunnar. Mannauðsstjóri stendur fyrir kynningu ásamt forstjóra á fyrirkomulagi styttingar vinnuviku og kosningu meðal starfsfólks.

Stytting vinnuvikunnar.

Innleiðing styttingar vinnuviku lokið að fullu.

Forstjóri / stjórnendur.

Eigi síðar en 1. janúar 2021.

 

14. gr. Kynbundið ofbeldi, kynbundin og kynferðisleg áreitni

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það sæti ekki kynbundinni eða kynferðislegri áreitni. Í jafnréttislögum eru eftirfarandi skilgreiningar:

Kynbundin áreitni: Hegðun sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður og hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu viðkomandi og skapa aðstæður sem eru ógnandi, fjandsamlegar, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi fyrir viðkomandi.

Kynferðisleg áreitni: Hvers kyns kynferðisleg hegðun sem hefur þann tilgang eða þau áhrif að misbjóða virðingu þess sem fyrir henni verður, einkum þegar hegðunin leiðir til ógnandi, fjandsamlegra, niðurlægjandi, auðmýkjandi eða móðgandi aðstæðna. Hegðunin getur verið orðbundin, táknræn og/eða líkamleg.

Kynbundið ofbeldi: Ofbeldi á grundvelli kyns sem leiðir til eða gæti leitt til líkamlegs, kynferðislegs eða sálræns skaða eða þjáninga þess sem fyrir því verður, einnig hótun um slíkt, þvingun eða handahófskennda sviptingu frelsis, bæði í einkalífi og á opinberum vettvangi.

Nánar er fjallað um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í sérstakri forvarnar og viðbragðsáætlun stofnunarinnar.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Eftirfylgni

Að kynbundið ofbeldi, kynbundin áreitni og kynferðisleg áreitni, sé ekki liðin á vinnustaðnum og tekið er strax á málum sem upp koma.

Menntamálastofnun skipar öryggisteymi sem hefur það hlutverk að vera stjórnendum og starfsfólki til stuðnings og samráðs þegar mál er varða einelti eða áreitni eða vísbending um slíkt kemur upp.

Stjórnendur

 

Mannauðsstjóri aflar upplýsinga um mögulegar kvartanir vegna kynferðislegra og eða kynbundinnar áreitni, ofbeldi eða einelti og fylgir eftir að við þeim sé brugðist með tilhlýðilegum hætti.

Stjórnendum ber skylda til að skapa starfsfólki vinnuskilyrði þar sem einelti, áreitni og ofbeldi viðgengst ekki.

Nýju starfsfólki skal kynnt stefna og viðbragðsáætlun Menntamálastofnunar við einelti og áreitni við upphaf starfs.

Mannauðsstjóri/stjórnendur

 

Mannauðsstjóri fylgir eftir að nýju starfsfólki hafi verið kynnt stefna og viðbragðsáætlun stofnunarinnar við upphaf starfs.

 

Skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað ásamt áhættumati unnin og kynnt starfsfólki.

Öryggisteymi Menntamálastofnunar og forstjóri.

Maí 2021.

Mannauðsstjóri fylgir eftir að yfirfarin hafi verið skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði ásamt áhættumati.

Starfsemi Menntamálastofnunar

Menntamálastofnun skal í starfsemi sinni gæta að kynjasamþættingu. Sérstaklega skal gætt að því að kynjum sé ekki mismunað við gerð kennslu- og námsgagna. Tölfræðilegar upplýsingar á vegum stofnunarinnar skulu vera kyngreindar eftir því sem við á.

Markmið

Aðgerð

Ábyrgð

Tímarammi

Eftirfylgni

Að jafnréttisáætlunin sé í sífelldri þróun eins og önnur stefnumótun.

Fara yfir jafnréttisáætlun og uppfæra að teknu tilliti til reynslu og árangurs.

Mannauðsstjóri og stjórnendur.

September ár hvert.

Mannauðsstjóri fylgir eftir uppfærslu og vinnu við jafnréttisáætlun stofnunarinnar.

 

Vinna tillögu að nýrri jafnréttisáætlun og leggja fram til samþykktar. Skal lokið tveim mánuðum áður en gildistími gildandi áætlunar rennur út.

Mannauðsstjóri og stjórnendur.

Fyrir mars 2023.

 
 

Ný jafnréttisáætlun til næstu þriggja ára samþykkt og tekur gildi.

 

Maí 2023.

 

Jafnréttisáætlun þessi gildir frá og með 15. maí 2020.

Endurskoðuð m.t.t. gildistöku laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna nr. 15/2020 6. janúar 2021.