Þemaheftið Heil og sæl hefur nú verið gefið út á rafrænu formi.
Heftinu er ætlað að hvetja unglinga til þess að vera meðvitaða um gildi heilbrigðra lífshátta og hvernig þeir, með eigin ákvörðunum, hafa afgerandi áhrif á eigið líf. Þá er ætlunin að stuðla að því að nemendur sjái hvernig grunnþættir menntunar mynda heild og eru vegvísar um líf og starf í nútíma samfélagi. Þó svo að heilbrigði sé í forgrunni þá tengist efnið öllum grunnþáttum menntunar og námsgreinum á borð við lífsleikni, heimilisfræði, náttúrufræði og íþróttir.
Heftið er einkum ætlað nemendum á unglingastigi en nýtist einnig framhaldsskólum.