Í vor setti Menntamálastofnun af stað sumarlestrarátak fyrir grunnskólanemendur og að þessu sinni var það í formi lestrarlandakorta! Útbúin voru tvenns konar landakort: ævintýralestrarlandakort fyrir yngri nemendur og lestrarlandakort fyrir eldri nemendur. Á þeim mátti finna mismunandi leiðir og táknaði hver þeirra ákveðna tegund bóka en með þessu var leitast eftir að auðvelda nemendum að finna lesefni sem höfðaði til þeirra og þannig auka áhugann á lestri.
Uppskera sumarlestrarins er síðan kynnt í dag á degi læsis. Dregið var úr hópi innsendra lestrarlandakorta og eru það tíu heppnir þátttakendur sem fá bókaávísun að gjöf frá Félagi íslenskra bókaútgefenda. Þeir heppnu eru Davíð Ágúst Árnason, Sonja Björt Birkisdóttir, Eydís Shanti Foley, Sólveig Lilja, Alexander Ivanov, Arna Kristín Árnadóttir, Benedikt Óli Árnason, Marta Fanney, Linda Pálmadóttir og Vaka Voney Kristjánsdóttir og óskum við þeim hjartanlega til hamingju.
Við þökkum öllum þeim sem tóku þátt í sumarlestrinum og vonum að þið njótið ánægjulegs lestrar áfram sem endranær.
Gleðilegan dag læsis!