Viltu vita meira um lestrarferlið og alla færnina sem lestur krefst?
Í DRIVE líkaninu er lestri líkt við akstur á bíl úti í umferðinni þar sem góður ökumaður þarf að búa yfir margs konar færni og gera margt í einu. Hið sama gildir um góðan lesara.
DRIVE líkanið er góð samantekt sem getur hjálpað kennurum og öðrum áhugasömum að átta sig betur á því sem gerist við lestur en góður skilningur á lestrarferlinu er mjög mikilvægur þegar meta á stöðu nemenda í lestri og skipuleggja árangursríka kennslu. Umfjöllun um DRIVE líkanið má finna hér.