Í dag opnuðum við tvö desemberdagatöl sem henta fyrir yngsta stig.
Desemberdagatölin koma úr smiðju Önnu Kristínar Arnarsdóttur og Svövu Þ. Hjaltalín sem báðar eru starfandi grunnskólakennarar. Verkefnin eru miðuð að nemendum í 1. og 2. bekk.
Markmið með desemberdagatölunum er að bjóða kennurum og nemendum upp á fjölbreytni í skólastarfi. Höfundar lögðu upp með að hafa verkefnin nógu fjölbreytt og flétta saman íslensku, stærðfræði ásamt verklegri og skapandi vinnu.
Desemberdagatal 1 og 2 -tengill
Desemberdagatal 3 og 4 -tengill