Góður orðaforði er forsenda árangurs í námi og það getur verið gagnlegt fyrir kennara að hafa viðmið þegar velja þarf orð sem nauðsynlegt er að kenna.
Á Læsisvefnum má nú finna umfjöllun um orðaþrepin þrjú sem skýrir eðli orða á hverju þrepi, að hverju þurfi að huga við val á orðum til kennslu og mikilvægi kennslunnar svo nemendur öðlist djúpa og varanlega þekkingu á viðfangsefnum í námi.