Í Hljóðleikhúsinu er áhersla lögð á skapandi vinnu þar sem nemendur túlka sögur með hljóðum og leikrænni tjáningu.
Í bókinni eru fjórar frumsamdar sögur ásamt verkefnum og kennsluleiðbeiningum við fimm þjóðsögur úr námsefni Menntamálastofnunar. Nemendur hlusta á sögu eða lesa upp sjálfir og túlka framgang hennar með leikhljóðum eða tónlist og leikrænni tjáningu. Námsefnið er kjörið til að samþætta leiklist, tónlist og íslensku og hentar nemendum á miðstigi en mætti einnig nýta á yngsta stigi.