Menntamálastofnun hefur gefið út efnið Samvinna um læsi sem er ætlað skólum sem vilja útbúa fræðslu fyrir foreldra/forsjáraðila um lestur og læsi.
Efnið samanstendur af handbókum, myndböndum, hljóðskrám og fleiru sem hægt er að nota í öfluga fræðslu enda er það samstarfsverkefni skóla og heimilis að gera nemendur læsa. Nánari upplýsingar um efnið er að finna í kynningarmyndbandi og á Læsisvefnum. Boðið verður upp á kynningu og mun skólum berast nánari upplýsingar á næstunni.