1. Forsíða
  2. Námsefni
  3. Vitundin - námsefni í stafrænni borgaravitund

Vitundin - námsefni í stafrænni borgaravitund

Open product

Vefurinn inniheldur námsefni í stafrænni borgaravitund fyrir öll stig grunnskólans. Námsefnið er flokkað í sex námsstoðir, jafnvægi í stafrænni notkun og vellíðan, frétta og miðlalæsi, friðhelgi og öryggi, stafrænt fótspor og auðkenni, sambönd og samskipti og neteinelti stafræn vanlíðan og hatursorðræða.

Menntun í stafrænni borgaravitund miðar að því að styrkja börn og ungmenni til að læra og taka virkan þátt í hinu stafræna samfélagi nútímans.

Vefurinn er samstarfsverkefni Kópavogsbæjar, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu, Langholtsskóla og Common Sense Education.