1. Forsíða
  2. Á rás | Ný verkefni

Á rás | Ný verkefni

Ung stúlka virðist vera í haldi óprúttinna náunga og Úlfur verður vitni að því þegar hún setur miða í bílglugga og biður um hjálp. Í kjölfarið upphefst æsispennandi eltingaleikur.

Bókin Á rás er hluti af léttlestrarflokknum auðlesnum sögum fyrir unglingastig. Morð er framið í Reykjavík og unglingur sem á við geðræn vandamál er grunaður um verknaðinn. Höfundur bókarinnar er Þorgrímur Þráinsson og myndskreytingar eru eftir Sunnevu Guðrúnu Þórðardóttur.

Verkefni með Á rás hafa nú bæst við verkefnapakka sem fylgir léttlestrarflokknum og eru kennarar hvattir til að skoða verkefnin sem eru á rafrænu formi til útprentunar.

Aðrar bækur í léttlestrarflokknum eru Lyginni líkast, Strákaklefinn, Fimbulvetur, Leynifundur í Lissabon, Hauslausi húsvörðurinn, Gleraugun hans Góa, Draugaljósið, Það kom að norðan og Náttfiðrildi.

          

skrifað 03. JAN. 2023.