1. Forsíða
  2. Aðalnámskrá grunnskóla á vef

Aðalnámskrá grunnskóla á vef

Opnaður hefur verið vefurinn adalnamskra.is  Þannig er aðalnámskrá grunnskóla orðin aðgengilegri en verið hefur og vettvangur til að skapa umgjörð um fjölbreytt efni sem styður við framkvæmd hennar í framtíðinni orðinn til.

Engar breytingar hafa verið gerðar á aðalnámskrá með því að færa hana yfir á vef heldur hefur öllu efni hennar einfaldega verið komið haganlega fyrir á notendavænum vef. Almennur hluti og greinasvið eru á sínum stað en vefútgáfan auðveldar t.d. leit í 27 köflum aðalnámskrár grunnskóla. Lykilhugtök eru nú undirstrikuð í texta og birtast skilgreiningar þeirra þegar farið er með músabendli yfir hugtökin.

Á vefnum mun með tímanum verða birt margskonar efni sem styður við notkun aðalnámskrár og tengsl hennar við nám og kennslu. Það er von okkar að vefurinn adalnamskra.is komi að góðum notum, verði ávallt á skjá skólafólks og annarra hagsmunaaðila enda er hann nú aðgengilegur fyrir öll skjátæki. 

skrifað 24. áGú. 2021.