1. Forsíða
  2. Ættu öll börn á Íslandi að kunna íslensku? Hvað er til ráða?

Ættu öll börn á Íslandi að kunna íslensku? Hvað er til ráða?

Elín Þöll Þórðardóttir, Ph.D. School of Communication Sciences and Disorders McGill University - Faculty of Medicine hélt nýlega erindi á vegum Menntamálastofnunar. Erindið bar yfirskriftina Ættu öll börn á Íslandi að kunna íslensku? Hvað þarf til? 
 
Elín Þöll benti meðal annars á mikilvægi þess að auka snertingu barna sem læra íslensku við tungumálið. Til að eiga möguleika á að tileinka sér tungumálið þyrftu þau að vera a.m.k. 50% vökutíma síns í íslensku málumhverfi.

Upptaka af fyrirlestrinum er aðgengileg hér og eru kennarar, stjórnendur og aðrir áhugasamir hvattir til að kynna sér innihald upptökunnar.
 
Þá vekjum við athygli á nýrri Eurydice - skýrslu um stöðu nemenda með ólíkan tungumála- og menningarbakgrunn en skýrslan hefur verið gerð aðgengileg á vef Menntamálastofnunar. 

skrifað 29. JAN. 2019.