1. Forsíða
  2. Áhugasamur hópur sótti námskeið um ytra mat á grunnskólum

Áhugasamur hópur sótti námskeið um ytra mat á grunnskólum

Um 30 manna áhugasamur hópur skólamanna sótti námskeið hjá Menntamálastofnun um ytra mat á grunnskólum dagana 13. og 14. ágúst 2018. Námskeiðið var ætlað þeim sem áhuga hafa á að nýta   matstækið Viðmið um gæðastarf í grunnskólum við ytra mat á skólum.

Á námskeiðinu var farið yfir hvað ytra mat felur í sér, lög og reglugerðir og helstu rannsóknaraðferðir. Eins var fjallað um matstækið með endurskoðuð viðmið um gæði og kennslustundaathuganir ásamt verkferlum sem nýttir eru við ytra mat. Þá spreyttu þátttakendur sig á að meta kennslustund og veita endurgjöf.

Menntamálastofnun mun auka fjölda grunnskóla sem fara í ytra mat næstu þrjú ár og er námskeiðið liður í að efla matsþekkingu þeirra sem áhuga hafa á að koma að mati með matsmönnum stofnunarinnar. Auk þess var markmið námskeiðsins að fræða skólafólk um ytra mat og efla þekkingu þess á matsferlinu.

           

          

skrifað 14. áGú. 2018.