1. Forsíða
  2. Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar

Alþjóðlegur dagur barnabókarinnar

Í tilefni af degi barnabókarinnar sem haldinn er á fæðingardegi H.C. Andersen, 2. apríl, vekur Menntamálastofnun athygli á rafbókaskápnum þar sem er að finna fjölbreyttar bækur fyrir unga lesendur. Sumar bækur eru með upplesinn texta, viðbótarmyndir, orðskýringar, stutt myndbönd og jafnvel verkefni.
 
Barnið getur átt notalega stund með rafbók í hendi, til dæmis í einrúmi, með foreldri, afa eða ömmu. Bækurnar eru oft ríkulega myndskreyttar og bjóða upp á skemmtilegar samræður.
 
Hér má sjá þrjú dæmi um rafbækur:
 
Skrýtinn dagur hjá Gunnari – lesefni fyrir yngsta lesendahópinn. Gunnar vaknar einn dag og er orðinn veikur. Þá gerist dálítið óvænt. Fleiri bækur í sama flokki má sjá í smábókaskápnum.
 
Köngulær – lesefni fyrir yngsta stig grunnskólans. Vissir þú að sumar köngulær geta gengið á vatni og jafnvel kafað? Í þessari bók er ýmiss konar fróðleikur um þessi loðnu smádýr.
 
Hundakúnstir – lesefni fyrir yngsta- og miðstig grunnskólans. Nanna á þá ósk heitasta að fá íslenskan fjárhund í 10 ára afmælisgjöf. Skyldi óskin rætast?
 
Fleiri rafbækur eru í rafbókaskápnum.
 
Lesum og lærum.
skrifað 31. MAR. 2017.