Lokahóf samstarfs Menntamálastofnunar við Hvalfjarðarsveit um snemmbæran stuðning með áherslu á málþroska og læsi var haldið 26. janúar í ráðhúsinu í Hvalfjarðarsveit.
Formlegt upphaf verkefnis var 22. apríl 2022 þegar skrifað var undir samstarfssamning. Það var leikskólinn Skýjaborg sem tók þátt í samstarfinu en Ásthildur Bj. Snorradóttur, höfundur og frumkvöðull verkefnisins, ásamt Halldóru Guðlaugu Helgadóttur stýrðu því fyrir hönd Menntamálastofnunar.
Á lokahófinu voru flutt nokkur ávörp og mátti greina mikla ánægju með verkefnið og verkefnisstjórana Ásthildi og Halldóru Guðlaugu.
Lokaafurð verkefnisins er útgáfa handbókar og var hún frumsýnd á lokahófinu en verður svo aðgengileg á vef Skýjaborgar. Eins veður hún sett á Fræðslugáttina en þar er fjölmargt efni tengt verkefninu sem er aðgengilegt öllum.
Menntamálastofnun gaf leikskólanum bókagjöf og blómvönd af tilefninu og munu bækurnar eflaust nýtast vel á leikskólanum þar sem mikið er lagt upp úr bóklestri fyrir leikskólabörnin.
Einn deildarstjóri leikskólans, Ageieszka Aurelia Korpak, hafði útbúa eigin útgáfu af Bínu og frumsýndi hana á lokahófinu. Margir þekkja Bínu bálreiðu en bækur Ásthildar um hana eru hugsaðar til að styrkja boðskiptafærni og efla málþroska hjá börnum.
Við þökkum starfsfólki Skýjaborgar innilega fyrir gott samstarf.