1. Forsíða
  2. Ársrit Menntamálastofnunar

Ársrit Menntamálastofnunar

Fyrsta ársrit Menntamálastofnunar er komið út. Þar er meðal annars farið yfir hlutverk og framtíðarsýn Menntamálastofnunar og helstu verkefnin sem stofnunin sinnir. 

Í inngangi að ársritinu fjallar Arnór Guðmundsson, forstjóri um hvernig Menntamálastofnun sinnti stórum, nýjum verkefnum á sama tíma og stofnunin var enn í mótun. þar segir hann meðal annars: "Það vill oft gleymast að á bak við hvert þessara verkefna fer fram ómæld vinna í skólum landsins. Hafa kennarar og skólastjórnendur sýnt mikinn styrk í að takast á við ný viðfangsefni sem því miður hefur oft fallið í skuggann af neikvæðri umræðu. Menntamálastofnun vill gjarna fá gagnrýni á sín störf en þá skiptir máli að sú gagnrýni sé málefnaleg og byggi á áreiðanlegum gögnum og rökum. Sama gildir örugglega um skóla landsins. Það vekur athygli að málflutningur nemenda er oft hvað málefnalegastur og hefur Menntamálastofnun notið góðs af því í ungmennaráði stofnunarinnar."

 

 

skrifað 14. JúN. 2017.