1. Forsíða
 2. Áttu 15 mínútur á dag?

Áttu 15 mínútur á dag?

Stundum skortir viljann eða lestrarhvötina. Til að örva áhuga á lestri er nauðsynlegt að gefa börnum kost á að hafa hönd í bagga með hvað þau lesa. Um leið og lestrarefnið snýst um eitthvað sem vekur athygli þeirra og áhuga eykur það alla jafna hvatann til að lesa. 

Hér fyrir neðan má finna hugmyndir sem þú getur nýtt með barninu þínu á hverjum degi, annan hvern dag eða bara eins og hentar ykkur.

 1. Hvað á að kaupa í búðinni?
  Skrifið saman innkaupalista fyrir næstu búðarferð og leyfðu barninu að lesa hann upphátt  á meðan þið raðið í körfuna.  
 2. Lesið með stækkunargleri
  Allir stafirnir verða risastórir! prufið að lesa nokkrar setningar með stækkunargleri.
 3. Lesið brandarabók!
  Skiptist á að lesa brandara og veltist um af hlátri saman. 
 4. Lesið um náttúruperlur á Íslandi
  Eruð þið að fara út á land sumar? Lesið um náttúruperlur sem þið munuð sjá á ferð ykkar, stoppið og skoðið staðinn sem lesið var um. 
 5. Skrifið sögur um fjölskylduna
  Búið til myndabók um fjölskylduna. Takið eða teiknið myndir af nánustu fjölskyldu og vinum og skrifið skemmtilegar staðreyndir eða sögur við myndirnar. 
 6. Syngið saman
  Finndu texta á netinu með skemmtilegu íslensku lagi og syngið það saman. Ef þið þekkið einhvern sem kann á gítar er hægt að spila undir!  
 7. Leyfið ömmu eða afa að velja bók. ​​​Luma amma og afi á gamalli barnabók? Lesið hana saman.​

Sæktu dagatal á íslenskuenglish eða polski.

 

 

 

 

skrifað 08. áGú. 2019.