1. Forsíða
  2. Auglýst er eftir efni á mál- og vinnustofur

Auglýst er eftir efni á mál- og vinnustofur

Menntamálastofnun og Miðstöð skólaþróunar halda læsisráðstefnu í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 14. september þar sem yfirskriftinn er: Hvað er að vera læs? Ráðstefnunni er ætlað að svara spurningunni hvernig skapa megi æskileg skilyrði í námi sem styðja við gott læsi í leik-, grunn- og framhaldsskólum.

Því auglýsum við eftir erindum á málstofur og efni fyrir vinnustofur frá leik-, grunn-, framhalds- og háskólakennurum, læsisfræðingum, náms- og kennsluráðgjöfum, skólastjórnendum og öðrum áhugasömum aðilum um efni ráðstefnunnar. Einkum er leitað eftir efni sem hefur hagnýtt gildi fyrir kennara.

Nánari upplýsingar má finna hér.

Frestur til að senda inn lýsingu á erindi eða vinnustofu er til 5. apríl 2024.

skrifað 27. FEB. 2024.